*

laugardagur, 19. janúar 2019
Huginn og muninn
22. apríl 2018 12:32

Forhertist bara

Bakslettur sagnfræðings á lista Samfylkingarinnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga.

Haraldur Guðjónsson

Eins og minnst var á hér í liðinni viku fór Guðjón Friðriksson sagnfræðingur mikinn á samfélagsmiðlum, þar sem hann hélt ýmsu misjöfnu fram um Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, en þegar því var andæft eða sýnt fram á að hann færi með staðlausa stafi forhertist hann bara, þó hann yrði í hinu orðinu að játa með semingi að þetta væri kannski ekki alveg satt, sem hann hefði sagt!

Guðjón situr á lista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum og hefur verið mjög handgenginn borgarstjóra, svo ólíklegt er að hann hafi lagt í þennan leiðangur án blessunar Dags B. Eggertssonar. Hitt er auðvitað verra ef sagnfræðingar vilja ekki hafa það sem sannara reynist. Gárungarnir tala nú um Guðjón Friðriksson skrímslafræðing og benda því til stuðnings á að hann hafi áður skrifað kraftaverkasögu bankanna um herra Ólaf Ragnar Grímsson, kortér í hrun.  

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.