*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Huginn og muninn
28. maí 2017 09:02

Fráleit hugmynd

Benedikt Jóhannesson hefur áhyggjur af því að styrking krónunnar sé farin að hafa slæm áhrif á atvinnugreinina, en ætlar samt að hækka virðisaukaskattinn á atvinnugreinina.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Á mánudaginn ræddi Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fjármálaáætlunina í Kastljósi Ríkisútvarpsins en kom einnig inn á málefni krónunnar. Sagði hann að styrking krónunnar væri farin að hafa slæm áhrif á rekstur útflutningsfyrirtækja, útgerðarfyrirtækja, iðnfyrirtækja að ógleymdri ferðaþjónustunni.

Hvernig getur það staðist að sami ráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum styrkingar krónunnar á ferðaþjónustuna – væntanlega vegna þess að sterkari króna gerir Ísland dýrara fyrir erlenda ferðamenn heim að sækja – en ætlar á sama tíma að hækka virð­isaukaskattinn á sömu atvinnugrein úr 11% í 22,5%?

Styrking krónunnar hefur að stærstum hluta orðið vegna þess gríðarlega innstreymis gjaldeyris sem erlendir ferðamenn koma með til landsins. Þetta er ekki sama staða og var hér á árunum fyrir hrun þegar innstreymi fjármagns var nær eingöngu frá erlendum vogunarsjóð­um komið sem stunduðu hér vaxtamunarviðskipti. Ráðherrann hefur ekki, frekar en Seðlabankinn, gert sér grein fyrir þessum grundvallarmun og því er hugmyndin að baki skattahækkuninni fráleit.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim