*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Huginn og muninn
10. nóvember 2018 10:39

Framsýn hjón

Félag Ingibjargar Pálmadóttur seldi stóran hlut í Sýn rétt áður en Síminn fékk enska boltann.

Aðrir ljósmyndarar

Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur seldi í byrjun október tæplega 11% hlut í félaginu Sýn. Var þetta hlutur sem félagið 365 miðlar fékk þegar það seldi ljósvaka- og fjarskiptahluta sinn til Vodafone í fyrra en nafni Vodafone var breytt í Sýn fyrr á árinu.

Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, hefur tekið virkan þátt í rekstri 365 miðla. Þegar félagið seldi var gengi hlutabréfa í Sýn tæplega 62 og nam söluverðið rétt tæplega tveimur milljörðum króna. Þegar félagið seldi keypti það bréf í Högum fyrir ríflega 1,7 milljarða á genginu 47,5. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í Sýn lækkað um 17% en gengi Haga hækkað um 2%. Skömmu eftir viðskiptin missti Sýn enska boltann yfir til Símans.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.