*

mánudagur, 10. desember 2018
Huginn og muninn
2. desember 2018 11:02

Furðuleg yfirlýsing

Eiga lífeyrissjóðir allt í einu að vera beinir þátttakendur í kjarabaráttu?

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Haraldur Guðjónsson

Ýmislegt frumlegt hefur komið frá nýju forystu verkalýðsfélaganna. Í þættinum Kveik viðraði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, þá hugmynd að setja fjármálakerfið „í verkfall“.

„Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu – beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ Þessi yfirlýsing er náttúrlega með miklum ólíkindum. Eiga lífeyrissjóðir allt í einu að vera beinir þátttakendur í kjarabaráttu? Því svaraði Fjármálaeftirlitið ágætlega í gær þegar það benti á að ríkar kröfur væru gerðar í lögum til starfsemi lífeyrissjóða. Þeir hefðu það hlutverk að taka við iðgjöldum, varðveita féð, ávaxta það og greiða út lífeyri. „Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi.“ Eftir stendur spurningin, hvar kviknaði þessi hugmynd eiginlega?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.