*

laugardagur, 23. mars 2019
Huginn og Muninn
9. mars 2019 10:00

Fyrr má nú rota en dauðrota

Umræðan í Ráðhúsinu minnir á mávagarg og stemmningin eins og á hrafnaþingi.

„Kjarapakkinn“ tillaga Sjálfstæðismanna var til umræðu í Ráðhúsinu og stór orð voru látin falla.
Haraldur Jónasson

„Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, um „kjarapakkann“ sem minnihlutinn í borginni lagði fram í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum. ýðskrum,“ sagði borgarstjórinn enn fremur og fullyrti svo að tillögurnar hefðu verið settar fram til að „slá ryki í augu kjósenda“.

Fyrr má nú rota en dauðrota, flaug í hug Hrafnanna, sem hafa fylgst náið með umræðum og stemningunni í Ráðhúsinu að undanförnu. Sjálfsagt má alltaf efast um undirliggjandi ásetning stjórnmálamanna, en það er ekki til þess fallið að vekja traust þegar þeir geta ekki verið málefnalegir eða sýnt virðingu á yfirborðinu, sér í lagi í ljósi þess að Reykjavíkurborg nýtur minnst traust allra samkvæmt nýrri könnun Gallup.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.