*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Huginn og muninn
25. mars 2018 10:49

Gestrisnir Íslendingar

Það gleymdist að taka fram að aðalræðumaðurinn var helsti ráðgjafi Brown þegar Bretar beittu hryðjuverkalögunum.

Tom Fletcher.
Haraldur Guðjónsson

Við Íslendingar erum með eindæmum gestrisnir. Á síðasta ári kom Alexander Nix, forstjóri Cambridge Analityca, til landsins og hélt erindi á ráðstefnu Advania. Nix þessi, sem meðal annars hefur stært sig af því að hafa leitt Donald Trump til valda í Bandaríkjunum, hefur verið mikið í fréttum í vikunni. Channel 4 í Bretlandi birti á dögunum upptöku þar sem Nix sést útlista hvernig hann geti leitt pólitíska andstæðinga í gildrur með mútum og vændiskonum. Nix var rekinn í fyrradag.

Fyrir rúmri viku stóð utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir ráðstefnu. Aðalræðumaðurinn var Tom Fletcher, fyrrverandi sendiherra Bretlands. Þegar Fletcher var kynntur til leiks gleymdist alveg að segja frá því að hann var helsti ráðgjafi Gordons Brown í utanríkismálum þegar Brown og Alistair Darling frystu eignir íslenskra banka í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga. Þar með var Ísland komið í hóp með Al-Kaída og Talibönum. Eðlilega fjallaði erindi Fletchers um það hvernig diplómasía geti lifað af á 21. öldinni.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim