*

föstudagur, 19. október 2018
Huginn og muninn
15. október 2017 09:02

Gjaldfelling orðanna

VR hélt fund undir yfirskriftinni „Guð blessi heimilin: Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Virðingar og réttlætis, áður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, var meðal þeirra sem töluðu á fundi um síðustu helgi með yfirskriftinni: „Guð blessi heimilin: Okurvextir og verðtrygging, mesta böl heimila þjóðarinnar.“

Hrafnarnir sátu ekki fundinn en fengu veður af því að stóri salurinn í Háskólabíó hafi ekki beint verið þétt setinn þar sem þetta mesta böl heimila var rætt. Hrafnarnir taka undir með Virðingu og réttlæti um að okurvextir eru mikið böl - mögulega mesta böl heimila. En stórum orðum fylgir mikil ábyrgð. Gífuryrði gera lítið annað en að gjaldfella orðin og gera fólk ónæmt og afhuga umræðunni. Okurvextir geta varla verið þeir 5,7% vextir sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður sjóðfélögum sínum.

Hvað eigum við að kalla okurvexti þegar þeir skjóta upp kollinum fyrir alvöru? Mesta böl umræðunnar er þegar orð missa gildi sitt vegna óvarlegrar notkunar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.  

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.