*

fimmtudagur, 15. nóvember 2018
Huginn og muninn
19. janúar 2014 09:15

Grundvallarmunur á Marel og RÚV

Er nægjanlegt að stjórnarmaður víki af stjórnarfundi þegar fjallað er um umsókn hans um stöðu forstjóra?

Magnús Geir Þórðarson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Á dögunum ákvað stjórn Marel að segja forstjóra fyrirtækisins upp störfum. Þá þurfti að ráða forstjóra í hans stað. Stjórnin ákvað að ráða Árna Odd Þórðarson, sem einmitt var einn stjórnarmanna. Á dögunum ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að auglýsa starf útvarpsstjóra laust til umsóknar.

Stjórnin auglýsti stöðuna og ákvað síðan að framlengja umsóknarfrestinn. Nú hefur listi umsækjenda verið birtur. Meðal þeirra er Magnús Geir Þórðarson, sem einmitt er einn stjórnarmanna Ríkisútvarpsins og þykir afar líklegur til að hreppa stöðuna. Hann er líka bróðir Árna Odds Þórðarsonar forstjóra og fyrrverandi stjórnarmanns í Marel. 

Á Marel og Ríkisútvarpinu er hins vegar grundvallarmunur. Marel er einkafyrirtæki og ræður hvern það ræður sem forstjóra og hvernig það stendur að því. Ríkisútvarpið er opinbert fyrirtæki sem auk þess verður að njóta mikils og verðskuldaðs trausts. En er þá nægilegt að stjórnarmaður víki af fundi þegar tekin er ákvörðun um ráðningu, sem byggð er á auglýsingu og umsóknarfresti sem sú stjórn ákvað, sem hann sat í?

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.