*

föstudagur, 24. maí 2019
Huginn og muninn
9. mars 2019 10:02

Gulu vestin og Costco

Gulu vestin versla varla við Costco og Netflix ef hópurinn er samkvæmur sjálfum um launabili á milli forstjóra og annarra starfsmanna.

Haraldur Guðjónsson

Hún var athyglisverð sniðganga Gunnars Smára Egilssonar og gulvestunga á Högum í nýliðinni viku. Hreyfingunni sveið að Finnur Árnason, forstjóri Haga, væri með 70 milljónir króna í árslaun þar sem þeim reiknaðist til að væru 22-föld laun miðað við lægstu dagvinnutaxta kassastarfsmanna Haga. Líklega þarf hópurinn að sniðganga ansi mörg erlend fyrirtæki sem Íslendingar þekkja á næstunni. Til að mynda Costco, þar sem forstjóri félagsins fékk greiddar ríflega 800 milljónir króna í fyrra, og segja upp áskriftinni á Netflix þar sem forstjórinn fær, að meðtöldum kauprétti, ríflega þrjá milljarða króna, á þessu ári.

Þó hrafnarnir séu ekki að hvetja Haga til sambærilegrar launastefnu þá má benda á að meðallaun hjá Högum árið 2017 voru tæplega 500 þúsund krónur sem þýðir að Finnur var með 12 sinnum meðallaun fyrirtækisins. Til samanburðar er launabilið milli forstjóra og meðalstarfsmannsins að jafnaði 40-falt í sósíalista-paradísinni Svíþjóð, 71-falt í Frakklandi, og ríflega 90-falt í Bandaríkjunum og Bretlandi samkvæmt rannsókn Executive Remuneration Research Center í Vlerick Business School í Belgíu ef marka má nýlega frétt Washington Post um málið.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim