*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Huginn og muninn
13. janúar 2018 11:09

Hættir Davíð?

Ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur eftir nokkra daga og þá vaknar spurningin hvort 70 ára regla stjórnar Árvakurs gildi.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Davíð Oddsson, núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, verður sjötugur á miðvikudaginn.

Hrafnarnir óska Davíð að sjálfsögðu til hamingju með stórafmælið. Á þessum tímamótum má rifja upp að hingað til hefur það verið ófrávíkjanleg regla stjórnar Árvakurs að menn standi upp úr ritstjórastólnum þegar þessum stóra áfanga hafi verið náð. Matthías Jóhannessen varð sjötugur í janúar árið 2000 og honum var gert að hætta í lok þess árs. Þá hafði hann setið í ritstjórastólnum í 41 ár. Sömu sögu má segja af Styrmi Gunnarssyni. Hann varð sjötugur í mars árið 2008 og hætti störfum í júní það ár eftir að hafa verið ritstjóri í 36 ár.

Fróðlegt verður að sjá hvort stjórn Árvakurs muni láta þessu reglu gilda um Davíð. Hrafnarnir myndu ekki vilja vera í sporum stjórnarmannanna þegar þeir kalla Davíð á sinn fund því þeir þykjast vita að hann sé ekkert á þeim buxunum að hætta strax. Hrafnarnir væru hins vegar alveg til að vera fluga á vegg á þeim fundi.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim