*

fimmtudagur, 13. desember 2018
Huginn og muninn
17. desember 2017 11:17

Halldóra og bólusetningar

Nýr formaður velferðarnefndar gagnrýndi gagnrýni á móður sem tók þá ákvörðun að bólusetja ekki börn sín.

Halldóra Mogensen.
Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir göptu þegar Píratar tilnefndu Halldóru Mogensen sem formann velferðarnefndar. Halldóra vakti verðskuldaða athygli í ræðu á Alþingi í febrúar árið 2015, þegar hún gagnrýndi gagnrýni á móður sem tók þá arfavitlausu ákvörðun að láta ekki bólusetja börnin sín.

Halldóra var í kjölfarið stimpluð mótfallin bólusetningum, stimpill sem hún vill raunar meina að eigi ekki við rök að styðjast. Hún hafi bara viljað „taka umræðuna.“ Hrafnarnir eru alveg til í að taka umræðuna. Bólusetningar virka. Bólusetningar valda ekki einhverfu. Bólusetningar hafa bjargað milljónum, ef ekki milljörðum mannslífa. Þeir sem láta ekki bólusetja börnin sín ógna heilsu barna sinna og, það sem verra er, barna allra hinna með því að auka líkur á að sjúkdómar sem bólusett er gegn nái útbreiðslu að nýju. Umræðu lokið.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.