*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Huginn og muninn
3. september 2017 10:09

Hið erfiðasta mál fyrir Jón

„ Þetta er allt hið erfiðasta mál fyrir Jón, því flokksfélagar hans í Reykjavík vilja einfaldlega ekki fjölga borgarfulltrúunum.“

Haraldur Guðjónsson

Jón Gunnarsson, ráðherra sveitarstjórnarmála ætlar að leggja fram frumvarp þess efnis að borgarfulltrúum fjölgi í 23, að nýju á haustþingi, en hann vill þó ekki að það sé skylt að fjölga borgarstjórnarfulltrúunum, heldur verði ákvörðun um það í höndum borgarstjórnar. Þetta er allt hið erfiðasta mál fyrir Jón, því flokksfélagar hans í Reykjavík vilja einfaldlega ekki fjölga borgarfulltrúunum.

Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, Björt framtíð og Viðreisn, vilja hins vegar að það verði skylt að fjölga þeim, enda kann pólitísk framtíð þeirra í borginni beinlínis að velta á því að þeir nái inn manni á 3,6% frekar en 5,9%, ef miðað er við niðurstöður Fréttablaðsins. Þess utan ræðir þar auðvitað um fjárhagslega hagsmuni flokkanna, sem njóta fjárstuðnings hins opinbera í samræmi við kjörfylgi og fjölda kjörinna fulltrúa.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.