*

föstudagur, 26. apríl 2019
Huginn og muninn
18. ágúst 2018 15:11

Hið „meinholla" íslenska neftóbak

Búið er að setja neftóbakið í nýjar umbúðir og „poppa" aðeins upp útlitið.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hrafnarnir tóku eftir stórmerkilegri frétt á síðu átta í Mogganum í vikunni. Fréttin snerist um það að nýjar neftóbaksdósir hefðu nú verið teknar í notkun.

ÁTVR framleiðir hið „meinholla“ íslenska neftóbak sem inniheldur meðal annars pottösku og ammoníak. Hin síðari ár hefur neftóbakið aðallega verið notað sem munntóbak því sænska snusið, sem rannsakað hefur verið í þaula út frá heilsufarssjónarmiðum, er auðvitað bannað hér á landi. Hið íslenska, sem enginn hefur rannsakað og enginn veit hvaða afleiðingar getur haft á heilsu fólks, er leyft. Búið er að setja neftóbakið í nýjar umbúðir og „poppa" aðeins upp útlitið.

Samvæmt Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, er hugsunin að baki hinum nýju dósum sú að þær megi innsigla. Dósirnar eru komnar á markað en enn á „eftir að klára þessi innsiglismál, en þau hafa tekið aðeins lengri tíma en við hefðum kosið,“ segir Sigrún í viðtali við Moggann. Þannig að helsta ástæðan fyrir breytingunni var þá hver?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim