*

föstudagur, 26. apríl 2019
Huginn og muninn
7. desember 2018 14:48

Himnasending fyrir Skúla

Félagarnir Bill og Skúli fengið ágætis frið til að sinna sinni vinnu því athygli fjölmiðlanna hefur fyrst og síðast verið á Klaustursmálinu.

Skúli Mogensen, eigandi WOW air.
Haraldur Guðjónsson

Í bítið á fimmtudaginn í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum Icelandair Group og Wow air. Þær fréttir komu kannski ekkert rosalega mikið á óvart ef litið er til þess að Skúli Mogensen, eigandi Wow, hafði nokkrum dögum áður upplýst að fleiri hefðu áhuga á Wow en bara Icelandair.

Seint á fimmtudagskvöldið birtist tilkynning um að Indigo Partners hefði náð bráðabirgðasamkomulagi um að fjárfesta í Wow. Nú hefur forsvarsmaður félagsins, Bandaríkjamaðurinn Bill Franke, verið á landinu. Hafa þeir félagar Bill og Skúli fengið ágætis frið til að sinna sinni vinnu því athygli fjölmiðlanna hefur fyrst og síðast verið á Klaustursmálinu.

Klámtal þingmannanna var því sannkölluð himnasending fyrir Skúla. Hrafnarnir eru á því að takist Skúla að bjarga Wow eigi að hengja Fálkaorðuna á manninn og það strax.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim