*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Huginn og muninn
10. febrúar 2018 10:39

Hleypur á snærið hjá Árna Páli

Hrafnarnir finna stæka lykt af helmingaskiptapólitík vegna ráðningar Árna Páls í stöðu varaframkvæmdastjóra uppbyggingarsjóðs EES.

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Urgur er í stjórnsýslunni vegna ráðningar Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar, í stöðu varaframkvæmdastjóra uppbyggingarsjóðs EES.

Oftast eiga aðildarríki alþjóðlegra stofnana ekki sérstaka aðkomu að ráðningu starfsmanna en í einstaka tilvikum er óskað eftir tilnefningu aðildarríkjanna. Það var meðal annars gert í þessu tilviki.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilnefndi Árna Pál. Stöðunni var ráðstafað án þess að gefa umsækjendum, sem til greina hefðu komið, kost á að sækja um að verða tilnefndir eða metnir í samanburði við þann sem hreppti stöðuna. 

Hrafnarnir vita að töluverð óánægja er hjá hópi fólks í stjórnsýslunni vegna þessa. Ýmsir reynsluboltar hjá hinu opinbera og aðrir, sem hafa unnið á vettvangi EFTA eða EES, höfðu líklega áhuga á stöðunni. Af hverju var einungis einn maður tilnefndur?  Hefði ekki verið sanngjarnara að tilefna fleiri, bjóða upp á val?

Þó að Árni Páll sé vissulega með ágætis menntun og reynslu þá afsakar það ekki þessi vinnubrögð. Hrafnarnir finna stæka lykt af helmingaskiptapólitík og hún er ekki góð.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim