*

föstudagur, 18. janúar 2019
Huginn og muninn
1. febrúar 2015 07:46

Huginn & Muninn: Spamvernd

Nokkuð almenn samstaða hefur myndast um þá afstöðu að ruslpóstur sé af hinu slæma.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Nokkuð almenn samstaða hefur myndast um þá afstöðu að ruslpóstur sé af hinu slæma og til lítils annars en að flækjast fyrir fólki og stífla internetið.

Landvernd virðist hins vegar vera á öðru máli og hallast frekar að ákveðinni afstæðishyggju þegar kemur að gildi ruslpóstsins. Hann sé ekki svo slæmur þegar hann er notaður í „réttum tilgangi“. DV ræddi í gær við Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, sem kvartaði undan flóði sendinga frá Landvernd. Landvernd sendi í gær þingmönnum póst í hvert sinn sem einhver skrifaði undir áskorun um að tillaga stjórnarflokkanna um að færa átta virkjanakosti í nýtingarflokk verði afturkölluð.

Nátt­úran má þakka fyrir að sendingarnar voru bara rafrænar.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.