*

mánudagur, 21. janúar 2019
Huginn og muninn
4. október 2015 12:15

Huginn & Muninn: Vandrataður vegur til Hæstaréttar

Skipan hæstaréttardómara hefur nær alltaf komið illa við kauninn á einhverjum.

Dómarar við Hæstarétt fá sér sæti í dómsal.
Haraldur Guðjónsson

Skipan hæstaréttardómara hefur síðustu tíu ár nær alltaf orðið að stóru fjölmiðlamáli. Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson voru skipaðir dómarar æstist margur og taldi að þar væri verið að hygla vinum og vandamönnum á kostnað hæfari einstaklinga.

Lögum var því breytt og nú er ráðherra óheimilt að ganga gegn mati nefndar, sem að meirihluta er skipuð dómurum, um þann umsækjanda sem hæfastur telst, nema að fengnu samþykkis Alþingis. Með þessu átti að tryggja fagleg vinnubrögð.

Nú hefur nefndin sagt karlmann hæfastan, en konu „aðeins“ hæfa til að dæma í Hæstarétti og allt hefur orðið brjálað. Málið er að skipan dómara verður óhjákvæmilega pólitísk, þótt reynt sé að velja hæfustu einstaklingana.

Pólitískar ákvarðanir eiga stjórnmálamenn að taka og bera ábyrgð á. Réttast væri að láta nefndina aðeins vinsa þá umsækjendur úr sem ekki teljast hæfir og láta svo ráðherra og Alþingi um skipunina sjálfa.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.