*

föstudagur, 24. maí 2019
Huginn og muninn
25. nóvember 2018 11:01

Hver tekur við af Gylfa?

Björgólfur Jóhannsson hefur verið orðaður við starfið en líka Baldvin Þorsteinsson.

Gylfi Sigfússon.
Haraldur Guðjónsson

Um helgina síðustu var tilkynnt að Gylfi Sigfússon myndi láta af störfum sem forstjóri Eimskips um áramótin. Þó er vitað að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum Eimskips og Samskipa varð ekki til þess að fella Gylfa úr forstjórastól.

Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja keypti nýlega fjórðungshlut í Eimskip og hann þekkir vel á eigin skinni hvernig það er að sæta rannsóknum, og jafnvel ofsóknum, hins opinbera. Það mun vera sameiginleg ákvörðun þeirra að Gylfi taki við gamla starfi sínu við stjórnun Eimskips í Bandaríkjunum, hvar hann var lengi áður en hann kom til Íslands til að taka við sem forstjóri vorið 2008.

Björgólfur Jóhannsson, fv. forstjóri Icelandair Group, hefur verið orðaður við forstjórastólinn í Eimskip en hann og Þorsteinn Már eru vinir og samstarfsfélagar til áratuga. Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más, hefur þó líka verið orðaður við starfið og jafnvel er það metið svo að rétt sé að ný kynslóð taki við stýrinu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim