*

laugardagur, 25. maí 2019
Týr
22. október 2018 12:49

Jæja, Píratar

Skrif Ólafs skiltakarls, sem einnig var Pírati, snúast einmitt um stolnar fjaðrir, að Sara og Jæja-hópurinn hafi reynt að eigna sér heiðurinn af mótmælafundum á Austurvelli í apríl 2016.

Hörður Kristjánsson

Ólafur Sigurðsson skiltakarl skrifaði á Miðjuna um leðjuslag Skiltakarlanna svonefndu og Jæjahópsins, sem stýrt hefur verið af Söru Óskarsson, varaþingmanni Pírata, og fleiri netsóðum úr þeim flokki. Sara titlaði sig lengi vel alþingismann á Facebook síðu sinni, þótt hún hafi aldrei verið kjörin á þing, en það er hefð hjá Pírötum að skreyta sig nafnbótum án þess að vinna til þeirra.

                                                               ***

Skrif Ólafs skiltakarls, sem einnig var Pírati, snúast einmitt um stolnar fjaðrir, að Sara og Jæja-hópurinn hafi reynt að eigna sér heiðurinn af mótmælafundum á Austurvelli í apríl 2016, þegar harðast var sótt að Sigmundi Davíð: „Fyrir mótmælin var mikið á seyði. Símarnir hjá okkur gjömmuðu alla daga en daginn eftir á þriðjudeginum, þá þögnuðu símarnir […] Seinna komumst við að því að þögnin var ekki vegna þess að erlendu blaðamennirnir vildu ekki tala við skipuleggjendur mótmælanna, það hafði bara einhver skipað sig blaðafulltrúa og skipuleggjanda mótmælanna og tók eiginlega öll viðtölin en það vissum við ekki þá.“ Hann bendir á að í viðtölum við erlenda miðla síðar hafi Sara titlað sig „aðalskipuleggjanda“ mótmælanna.

                                                               ***

Inn í þessa deilu fléttast þref um nokkur hundruð þúsund krónur úr samskotum á Austurvelli og ganga brigslin á milli Skiltakarlanna og Jæja um óvandaða meðferð þessara fjármuna. Því hafi Skiltakarlarnir sent trúnaðarráði Pírata erindi sem hafi verið svarað seint og illa og Ólafur því yfirgefið flokkinn. „Það verður stundum að þola tækifærissinnana, þeir eru alls staðar, í öllum flokkum en ef flokkurinn sem ætlar að berjast gegn spillingunni en sér svo ekkert athugavert við hana þegar hún blasir við, heldur styður við hana með því að veita þannig fólki fullan frama innan flokksins og gerir heldur ekkert þó þeim sé bent á slíkt og fá öll gögn því til staðfestingar, þá er sá flokkur ekkert öðruvísi en hinir.”

                                                               ***

Á Facebook-síðu Skiltakarlanna 3. október skrifaði Ólafur svo: „Það er mikið af góðu fólki í Pírötum. Þess vegna hef ég ekki viljað birta þessa grein fyrir kosningarnar síðustu (alþingis og sveita) að skaða ekki fólk sem kom málinu ekki við…“ — Það var og. Ólafur sem reglulega heldur út á götu með mótmælaspjöld gegn meintri spillingu leyndi þannig kjósendur í tveimur kosningum þeirri spillingu sem hann telur innan Pírata og netsóðadeildar þeirra.

Týr er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim