*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Huginn og muninn
27. ágúst 2017 10:09

Kjarni málsins

Borgin vinnur að "endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga."

Aðsend mynd

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir áþreifanlegan lóðaskort í borginni. Nú er reyndar svo komið að Dagur má ekki vera að því að svara fjölmiðlum svo upptekinn er hann við að skrifa undir lóðasaminga og senda tilkynningar um fyrirhugaðar nýjar byggðir. „Fyrirhugaðar" er lykilorð.

Síðan kom skítamálið í Skerjafirði eins og köld vatnsgusa framan í hann í sumar. Hann lét það að mestu fljóta framhjá sér. Nú síðast veitti borgin H&M leyfi til þess að planta risa auglýsingaskilti á ensku á mitt Lækjartorg. Það fór illa í landann og í gær barst hnitmiðuð tilkynning frá borginni þar sem segir að við leyfisveitinguna hafi verið gerð mistök "milli skrifstofa hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar" og að unnið væri að  "endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi."

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.