*

miðvikudagur, 17. október 2018
Huginn og muninn
13. nóvember 2017 18:51

Komaso, tala saman í vörninni!

Þingmenn Viðreisnar virðast ekki alveg sammála um hlutverk lífeyrissjóðanna.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.
Haraldur Guðjónsson

Í síðustu viku skrifaði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, greinarkorn á leiðarasíðu Fréttablaðsins um lífeyrissjóðina. Þar var minnst á stærð þeirra, stjórnarhætti og fjárfestingarstefnu, og hverju þyrfti að breyta í þeim efnum. Hún vísaði til lagaákvæða um siðferðisleg viðmið í fjárfestingum, en taldi að miklu lengra yrði að ganga, einkum hvað varðaði jafnrétti kynjanna.

Laga þyrfti kynjahlutföllin meðal stjórnenda þeirra, skylda þá skýrslugerðar um jafnréttisstefnu þeirra, að ekki ætti að fjárfesta í fyrirtækjum með mikinn kynjahalla meðal stjórnenda, nema með sérstökum afbrigðum, og svo framvegis. Hanna Katrín hét því að Viðreisn myndi við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp um þetta.

Svo skemmtilega vildi hins vegar til að aðeins daginn áður skrifaði Þorsteinn Víglundsson, fráfarandi velferðarráðherra og þingmaður Viðreisnar, grein í Kjarnann undir fyrirsögninni „Látið lífeyrissjóðina okkar í friði“.

Vel gert, komaso, tala saman í vörninni!

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.