Varhugavert er að blandaðir sjóðir samanstandi af hlutabréfum og miklu leyti skuldabréfum með meðaltíma ná­ lægt fimm árum þar sem ávöxtun þessara eignaflokka þróast álíka.

Áhættujöfnun (e. risk parity) sem fjárfestingastefna hefur rutt sér til rúms hér á landi á síðastliðnum árum. Í stuttu máli felur stefnan í sér að eignasafninu er dreift nokkuð jafnt milli hlutabréfabréfa og skuldabréfa með þeim rökstuðningi að neikvæð fylgni er á milli ávöxtunar eignaflokkanna.

Samkvæmt hagtölum Seðlabankans hefur mánaðarleg sala hlutdeildarskírteina í sjóðum sem fylgja stefnunni – blönduðum sjóð­ um – verið að meðaltali um 125% hærri en innlausn skírteina frá ársbyrjun 2012. Á sama tíma hafa eignir sjóðanna vaxið um rúm 300% að nafnvirði og námu 23 milljörðum króna í lok október.

Hversu neikvæða fylgni hafa skuldabréf haft við hlutabréf samanborið við aðra mögulega eignaflokka? Myndin lýsir hlutfalli mánaða frá ársbyrjun 1998 þar sem tólf mánaða fylgni ávöxtunar eignaflokks og ávöxtunar hlutabréfavísitölunnar OMXI8GI er neikvæð. Til dæmis hefur ávöxtun gjaldeyrisreiknings í bandarískum dollurum neikvæða ársfylgni við ávöxtun vísitölunnar í 126 mánuði af þeim 204 sem eru mældir eða 62% af tímabilinu.

Á toppnum trónir vísitala neysluverðs sem gerir endurskráningu framvirkra samninga með breytingu vísitölunnar enn eftirsóknarverðari – líkt og fjallað var um hér í desember 2012. Áhugavert er að sjá hlutfallið fyrir fimm ára skuldabréfavísitölurnar sem er vel undir 50%.

Það gefur til kynna að ávöxtun hlutabréfa og þesskonar skuldabréfa hreyfast álíka og verður að teljast varhugavert að eignasafn samanstandi að mestu af þessum eignaflokkum. Til að mynda í októ­ ber 2008 þegar ávöxtun OMXI8GI var -81% lækkaði OMXI5YNI um 9% ólíkt hinum skuldabréfavísitölunum – OMXI10YI hækkaði um 3%.

Sjá myndir af hlutfallinu yfir tíma fyrir hvern eignaflokk á hi.is/~boo4. Listaverk hafa lengi verið talin kostur við hlið verðbréfa – sérstaklega þegar björninn ræður á hlutabréfamarkaði. Kári Finnsson, list- og hagfræðingur, hélt fyrirlestur í síðasta mánuði um listaverk sem fjárfestingakost.

Áhugavert er að kanna hlutfallið fyrir íslenskulistaverkavísitöluna (í eigu Hansen og synir ehf.). Gæta þarf að því að vísitalan er á árstíðni en ef hlutfallið er skoðað fyrir fimm ára fylgni frá 1993 til 2014 kemur í ljós að það helst nánast óbreytt í 38%.

Nokkrir sérstakir eignaflokkar eru tilgreindir á myndinni – til dæmis stór raftæki með 63% og húsgögn með 58% – en lesandinn þekkir að félög utan um slíkar vörur gætu verið augljós kostur til skráningar í Kauphöllina. Ekki aðeins sem vörn heldur sem ávöxtunartækifæri þegar OMXI8GI lækkar