*

föstudagur, 22. júní 2018
Huginn og muninn
19. ágúst 2017 11:09

Lilja í stól seðlabankastjóra?

Líkt og Sjálfstæðisflokkurinn leitar Framsóknarflokkurinn nú að nýjum oddvita til að leiða flokkinn í borginni.

Haraldur Guðjónsson

Framsóknarflokkurinn Í Reykjavík leitar nú logandi ljósi að nýjum oddvita til að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Ýmsir hafa verið nefndir eins og til dæmis Björn Ingi Hrafnsson, Frosti Sigurjónsson og jafnvel hafa hrafnarnir hafa einnig heyrt nafn Karls Garðarssonar.

Nú síðast var hvíslað að hröfnunum að Lilja Alfreðsdóttir þætti ákjósanlegur kostur. Það er svo sem ekki skrítið. Fáir hafa farið með jafnmiklum hraða á toppinn eða beint í ráðherrasæti og hún gerði. Þá þekkir Lilja vafalaust vel til í borgarmálunum því faðir hennar, með smá hléum, sat meira og minna í borgarstjórn frá árinu 1971 til 2006. Hrafnarnir eru samt ekki sannfærðir því þeir telja næsta víst Lilja vilji helst af öllu setjast í stól seðlabankastjóra.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.