*

mánudagur, 27. maí 2019
Huginn og muninn
17. febrúar 2019 10:06

Lög á bók

Svo virðist sem yfirmenn Seðlabankans hafi umgengist nokkur grundvallaratriði stjórnsýslunnar af mikilli léttuð.

Haraldur Guðjónsson

Það fólst þung gagnrýni á stjórnsýslu stjórnenda Seðlabanka Íslands í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli Þorsteins Más Baldvinssonar. Skein það í gegnum textann þótt sumir skynji það sterkar en aðrir þegar umboðsmaður á hlut. Svo virðist sem yfirmenn Seðlabankans hafi umgengist nokkur grundvallaratriði stjórnsýslunnar af mikilli léttuð, hluti eins og jafnræðisregluna, meðalhófið og fullnægjandi lagagrundvöll fyrir þvingandi aðgerðum gegn fólki og fyrirtækjum.

Seðlabankastjórar bera höfuðábyrgðina ásamt aðallögfræðingi bankans, Sigríði Logadóttur. Sigríður hefur gefið út bókina Lög á bók, sem er sagt gagnlegt „grundvallarrit“ í lögfræði og er hluti af lesefni á háskólastigi. Eftir þennan áfellisdóm umboðsmanns væri ef til vill viðeigandi fyrir Sigríði að taka sér pásu í Seðlabankanum og rifja upp þessi grundvallaratriði lögfræðinnar. Hún gæti byrjað að lesa eigin bók.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Stikkorð: Seðlabankinn Samherji
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim