*

mánudagur, 25. mars 2019
Huginn og muninn
18. mars 2018 14:29

Lúsiðni þingmaðurinn

Hrafnarnir geta ekki annað en klappað vængjunum fyrir elju þingmannsins við að vernda fé almennings.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Aðsend mynd

Eftir að hafa komið upp um framúrkeyrslur þingmanna sem líður hvergi betur en í bílstjórasætinu velti Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steininum ofan af fleiri framúrkeyrslum, að þessu sinni milljarða framúrkeyrslu vegna Vaðlaheiðarganga.

Þingmaðurinn hefur raunar verið lúsiðinn. Á yfirstandandi þingi hefur hann lagt fram 76 fyrirspurnir og lúta flestar þeirra að kostnaði þingmanna og ráðherra, en einnig vegna kostnaðar kjararáðs, Landeyjahafnar og Vaðlaheiðarganga.

Hrafnarnir geta ekki annað en klappað vængjunum fyrir elju þingmannsins við að vernda fé almennings. Óskandi væri að fleiri fylgdu fordæmi Björns.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.