Rafrænir neytendur“ horfa/hlusta á auglýsingar um vörur og þjónustu af athygli í að meðaltali 8 sekúndur í einu (Já, skemur en Dóra gullfiskur). „Online marketing“ er „buzz“ orð sem heyrst hafa víða í samfélaginu í nokkurn tíma. Samkeppni til þess að koma sínu fyrirtæki/brandi á framfæri er hörð og árangurinn oftar en ekki undir væntingum þegar horft er til rafrænnar markaðssetningar.

Keppst er um að vera persónulegastur, skemmtilegastur, fyndnastur og hugmyndaríkastur. Tækifæri til þess að koma vöru og þjónustu á framfæri t.d með samfélagsmiðlum getur verið til staðar einn daginn en ekki næsta dag. Ekkert er í hendi um hvenær eitthvað fer „viral“. Oftar en ekki er það tilviljun háð frekar en árangur frábærrar stefnu- og markaðsplans.

Spam-síur og auglýsinga „blokkerar“ eru að verða betri og betri og því hefur rafræn markaðssetning ekki verið að ná eins miklum árangri og sérfræðingar og spámenn héldu fram fyrir nokkrum árum. Opnunarhlutfall tölvupósta þykir t.d mjög gott ef það fer yfir 25%. Fleiri og fleiri eru hættir og/eða hræddir við að gefa upp netfangið sitt vegna tölvu­ árása. Áhrif þessara hindrana er u að mark- og fjölpóstur hafa öðlast annað líf, eftir að hafa dregist saman undanfarinn áratug.

Mark- og fjölpóstur er áþreifanlegur, hann er til þín frá mér. Hann hverfur ekki með því að ýta á „delete“ Neytendur segjast í 80% tilfella opna bréfpóst sem berst til þeirra inn um lúguna.

Markmið fyrirtækja er að fanga athygli neytenda, veita þeim persónulega þjónustu og byggja upp traust, langtímaviðskiptasamband. Markpóstur er góð leið til þess að ná þessu markmiði.

Rafræn markaðssetning er komin til að vera. Með því að beita henni samhliða beinni markaðssetningu með mark- og fjölpósti aukast líkurnar á árangri.

Mark- og fjölpóstar þurfa ekki að vera gamaldags. Hægt er að nýta þá fyrir vefverslanir þar sem tilboð eru send á þá sem hafa hætt við kaup fyrir greiðslu. Rannsóknir sýna að ef markpóstur er sendur innan 24 tíma aukast líkur á sölu um 40%. Einnig er hægt að senda völdum markhópum afsláttarmiða fyrir vöru og þjónustu sem er með flestar uppflettingar á vefnum sem söluhvata. Mark- og fjölpóstur eru líka tilvaldir til þess að ljúka viðskiptum og skilja viðskiptavininn eftir með já­ kvæða upplifun af viðskiptasambandinu.

Síðast en ekki síst skal hafa í huga að markhópurinn 65+ sem telur í dag tæplega 43.000 Íslendinga, er ekki mjög virkur á netinu en er mjög líklegur til þess að opna póstinn sinn.

Höfundur er sölu- og markaðsstjóri hjá Ísafoldarprentsmiðju.