*

mánudagur, 25. mars 2019
Huginn og muninn
14. apríl 2018 10:39

Me, me, me

Það hefur lengi andað köldu á milli risanna í íslenskri ferðaþjónustu, Icelandair og Wow.

Haraldur Guðjónsson

Það hefur lengi andað köldu á milli risanna í íslenskri ferðaþjónustu, Icelandair og Wow. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hefur reyndar ekki talað um Wow opinberlega. Ræða hans á uppgjörsfundi í febrúar í fyrra, skömmu eftir að félagið tilkynnti um 30% lækkun á EBITDA, vakti þó athygli. „Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna. Ég man ekki hvað hún er kölluð — me, me, me,“ sagði Björgólfur. Daginn eftir tók Wow boltann á lofti og tísti

„Við bjóðum „me me me“ kynslóðina velkomna um borð.“ Nú, rúmu ári síðar, virðast þau enn vera Wow-mönnum í fersku minni. Tómas Ingason, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá Wow, mun flytja erindi á ráðstefnu Félags atvinnurekenda í byrjun maí. Erindið ber yfirskriftina: „Me, me, me — aldamótakynslóðin og upplifunin“.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.