*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Huginn og muninn
12. apríl 2015 07:45

Misgóðar hugmyndir um lífeyrissjóðakerfið

Skiptar skoðanir eru um ágæti lífeyrissjóðakerfisins en af tvennu illu er sjóðsjöfnunarkerfi skárra en gegnumstreymiskerfi.

Aðsend mynd

Tveir afar ólíkir menn tjáðu sig um lífeyrissjóðakerfið í vikunni. Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður sagðist hættur að greiða í lífeyrissjóð sinn og sagði ástæðuna vera þá að samviska hans leyfði honum það ekki lengur. Hægt er að deila um siðferðislegt ágæti þess að neyða fólk til að greiða í lífeyrissjóð, en af tvennu illu er þó sjóðsöfnunarkerfi skárra en gegnumstreymiskerfi.

Gangi tilraun Sölva upp verður áhugavert að vita hvort hann muni gera kröfu um opinberan lífeyri eftir 40 ár. Björgvin Guðmundsson skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem hann setur fram kröfu um 300.000 króna lágmarksellilífeyri. Greiðslur lífeyrissjóða ráðast af greiðslugetu þeirra. Vill Björgvin ganga svo hratt á sjóðina að ekkert verði eftir handa yngri kynslóðum?

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.