*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Huginn og muninn
4. nóvember 2018 11:01

„Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins"

Furðuleg ummæli borgarstjóra í braggamálinu — hneykslunin á bruðlinu einskorðast ekki við Hádegismóa.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Haraldur Guðjónsson

Meirihluti borgarstjórnar hefur verið harðlega gagnrýndur í braggamálinu. Hröfnunum þykir það ekki skrítið enda málið reginhneyksli. Endurbætur braggans áttu að kosta 158 milljónir en kostnaðurinn er nú kominn í 415 og verkinu ekki lokið.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem skrifaði undir samninginn um endurbæturnar, hefur lítið tjáð sig um málið fyrr en á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á miðvikudaginn. Þar sagðist hann ekki sjá fyrir sér að hann myndi segja af sér vegna braggamálsins og bætti við að þetta væri „málflutningur sem Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins“ hefði haldið á lofti. Þetta eru furðuleg ummæli hjá borgarstjóranum.

Hrafnarnir hafa ekki orðið varir við að hneykslunin einskorðist við Hádegismóa. Braggabruðlið hefur misboðið velsæmiskennd allra borgarbúa, sama hvar í flokki þeir eru.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.