*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Huginn og muninn
29. júlí 2018 11:01

Nýja og gamla Framsókn takast á

Enn er nokkuð í að það grói um heilt milli Miðflokksmanna og Framsóknarmanna.

Gömlu flokksbræðurnir Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Haraldur Guðjónsson

Enn er nokkuð í að það grói um heilt milli Miðflokksmanna og Framsóknarmanna. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, velti fyrir sér á Facebook hvort skoðanir sinnar gömlu flokksystur, Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, á eignarhaldi útlendinga á jörðum byggðu frekar á hennar eigin hagsmunum en pólitískri sannfæringu. Þórunn byggi jú á jörð sem væri að hluta til í eigu breska auðmannsins Jim Ratcliffe.

Þórunn hafði þá sagt að hún teldi meira máli skipta að jarðir héldust í byggð en hvort eigandinn væri íslenskur eða erlendur. Ljóst er að mörgum Framsóknarmönnum sárnaði þessi ummæli Gunnars Braga.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, taldi hann kominn undir beltisstað þar sem Þórunn hafi hefði ekki haft neitt með þann hluta jarðarinnar sem Ratcliffe keypti að gera. Miðflokksmenn hafa að líkindum ekki fyrirgefið Þórunni fyrir að hafa sóst eftir oddvitasæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Norðausturkjördæmi, fyrir síðustu þingkosningar, áður en Sigmundur klauf sig úr Framsókn og stofnaði Miðflokkinn.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim