*

föstudagur, 24. maí 2019
Huginn og muninn
1. desember 2018 10:02

„One million kronars“

Ríkisútvarpið var sektað fyrir að hafa brotið lög um Ríkistúvarpið.

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.
Birgir Ísl. Gunnarsson

HM í knattspyrnu var sannkölluð gullgæs fyrir RÚV síðasta sumar. Fyrirtækið bauð auglýsendum alls konar pakka, díla og kostanir og hreinlega ryksugaði upp auglýsingamarkaðinn.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri Hringbrautar, orðaði þetta ágætlega: „Þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum.“ Eftir mikla gagnrýni lagði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri orð í belg. Varði hann RÚV með kjafti og klóm og sagði vandséð að ójöfn samkeppni hefði verið á auglýsingamarkaði í aðdraganda HM.

Háttsemi RÚV í aðdraganda HM varð tilefni til þess að Síminn kvartaði til fjölmiðlanefndar. Til að gera langa sögu stutta þá komst fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu að RÚV hefði brotið lög. Bæði brotin lúta að 7. grein laga um Ríkisútvarpið, sem fjallar um viðskiptaboð. RÚV braut lög með kostun á þáttunum Saga HM og með ófullnægjandi birtingu gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við HM 2018. Þvert á við það sem útvarpsstjóri taldi var samkeppnin á auglýsingamarkaði ójöfn á þessum tíma.

Hrafnarnir telja reyndar að þessi samkeppni sé alltaf ójöfn því RÚV fær jú ríflega fjóra milljarða árlega frá skattgreiðendum. Því til viðbótar nema auglýsingatekjurnar ríflega tveimur milljörðum. Magnús Geir getur reyndar andað léttar því stjórnvaldssektin sem lögð var á RÚV vegna þessara brota var eins og Dr. Evil myndi segja „one million kronars“. 

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim