*

föstudagur, 22. mars 2019
Huginn og muninn
18. febrúar 2018 11:09

Ósanngjarnt?

Einungis einn frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar býr austan Elliðaáa og hann endaði í síðasta sæti.

Ráðhús Reykjavíkur.
Haraldur Guðjónsson

Hugur hrafnanna er hjá Þorkeli Heiðarssyni en hann varð neðstur af fjórtán frambjóðendum í flokksvali Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Það verður að segjast að úrslitin hljóta að teljast harla ósanngjörn því í fljótu bragði verður ekki séð að Þorkell hafi unnið sér neitt til saka annað en að búa austan Elliðaáa en allir þrettán frambjóðendurnir fyrir ofan hann eru búsett í vesturborginni.

Það verður þó að vera hægt að velta því upp hvort Þorkell hefði ekki getað gefið sér þetta fyrirfram, í hið minnsta ef orð og athafnir meirihlutans í borginni á kjörtímabilinu eru hafðar undir en lítið hefur farið fyrir vitund meirihlutans á tilvist byggðarinnar í austurborginni. Ef hann hefði nú bara flust búferlum á kjörtímabilinu, þá hefðu kjósendur í flokksvali Samfylkingarinnar sennilega munað eftir honum!

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.