*

mánudagur, 22. apríl 2019
Týr
15. júní 2018 11:20

Óþekki embættismaðurinn

Hlutabréf í Arion banka voru í morgun skráð á hlutabréfamarkað. Týr rifjar upp hvernig einkavæðingu vinstrimanna á honum var háttað.

Haraldur Jónasson

Einn allra duglegasti þingmaður þjóðarinnar, Eyjólfur Konráð Jónsson heitinn, varaði Tý við því að verstu embættismenn þjóðarinnar væru þessir duglegu, því þeir yllu mestu tjóni.

Á þessu eru þó undantekningar. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hefur þegar komið sjálfum sér á spjöld sögunnar sem einn arðbærasti embættismaður allra tíma. Ein aðdáunarverðasta sérstaða Jóns Gunnars er aukin heldur sú, að hann vinnur leynt og ljóst að því að leggja embætti sitt niður. Það mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar. 

                                                        ***

Alls eru nú seldir 545,5 milljón hlutir í Arion banka á genginu kr. 75 eða 34 milljarðar. Þrátt fyrir kröftug mótmæli Miðflokksins, seldi Bankasýsla Ríkisins alls 260 m. hluti á kr. 90 í febrúar eða þremur milljörðum hærra en nú (að teknu tilliti til arðgreiðslna). 

Til samanburðar má nefna að Síminn var á sínum tíma seldur á 67 milljarða króna og er því hér um að ræða stærstu lögmætu einkavæðingu Íslandssögunnar og það undir forsæti Vinstri Grænna. Þá er ekki talin með hin ólöglega einkavæðing Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, á eignarhlut ríkissjóðs i til þáverandi kröfuhafa, sem reyndar var ekki vitað hverjir voru. Einkavæðing án umræðu á Alþingi, án undangenginna breytinga á lögum eða starfsumhverfi fjármálafyrirtækja, án faglegs mats, án verðmats, án útboðs eða formlegs og gagnsæs söluferlis.

Alls seldi Steingrímur J. fyrir ca. 60 milljarða kr. í Arion á sínum tíma og álíka mikið í Íslandsbanka í árslok 2009. 

                                                        ***

Þegar dagaði upp fyrir mönnum að Steingrímur hefði láðst að fá heimild Alþingis fyrir brunaútsölunni, sem vitaskuld er skýrt stjórnarskrárbrot, kom fram kostulegt frumvarp um að „staðfesta breytingar á eignarhaldi ríkisins“ Sem betur fer eru slík umboðssvik ekki litin sömu augum hjá embætti Sérstaks saksóknara eins og brot á óskráðum reglum í bönkum svo tekið sé dæmi af handahófi.

Í ágúst 2009 voru samþykkt lög um Bankasýslu ríkisins, sem tóku gildi 1. jan. 2010. Frumvarpið hafði augljóslega verið lengur í smíðum, en staðfestingin á orðnum hlut var ekki samþykkt fyrr en 29. des. 2009. Auðvitað hefði hin nýja Bankasýsla verið eini rétti aðilinn til þess að sýsla með þessar eignir. — Hvað lá svona á?

                                                        ***

Í morgun var svo fyrsti skráningardagur Arion banka, en þá mun almennum fjárfestum gefast færi á að kaupa til baka þá eignarhluti sem hinn eiginlegi „handlangari hrægammanna“ Steingrímur J. Sigfússon afhenti áður, svona einskonar öfugsnúinn Hrói Höttur.

Stikkorð: Bankasýsla
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim