*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Huginn og muninn
18. júní 2016 11:09

Ótrúlegur tvískinnungur

Stuðningsmenn Guðna Th. og Andra Snæs kveinka sér undan óréttlátri umræðu á sama tíma og þeir ata einn mótframbjóðenda auri.

Aðsend mynd

„Þá væri nú einmitt breyting til batnaðar ef hetjur lyklaborðsins myndu stundum hugsa sig aðeins um og segja til dæmis: „Myndi ég segja þetta við manneskjuna augliti til auglits?“,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í vikunni.

Guðni sagði jafnframt að bullukollar ættu ekki að sitja við sama borð og skynsemisfólkið í umræðunni. Það má um margt taka undir þessi orð Guðna, en áhugavert er að sjá stuðningsmenn hans og Andra Snæs Magnasonar kveinka sér undan meintri óréttlátri umræðu um þeirra frambjóðendur á sama tíma og stuðningsmennirnir ata einn tiltekinn mótframbjóðenda þeirra auri sem mest þeir mega.

Illugi Jökulsson segir í pistli á hinum hlutlausa fjölmiðli Stundinni að „hrunkóngurinn“ Davíð Oddsson stýri nú áróðursmálgagninu Morgunblaðinu. Pistlahöfundur Markaðar Fréttablaðsins segir framboði Davíðs hafa verið ætlað að draga athyglina frá Panamaskjölunum. En ef minnst er á Guðna Th. og Icesave í sömu setningu þá er of langt gengið!

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 16. júní 2016. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim