*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Týr
13. mars 2017 12:40

Pólitískir ákærendur

Nú er Týr sammála forsetanum um að leggja ætti Landsdóm niður.

Haraldur Guðjónsson

„Burt með Landsdóm. Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali við tímarit laganema sem birtist í síðustu viku. Síð­an þá hefur Landsdómur, eðli málsins samkvæmt, verið nokkuð í umræðunni og þá helst hvort hér sé um að ræða úrelt fyrirbæri eða ekki. Það sem hins vegar er minna rætt, en er þó ekki síður mikilvægt, er sú kalda stað­ reynd að Landsdómur hefur einu sinni verið kallaður saman, þegar naumur meirihluti Alþingis ákvað að ákæra Geir H. Haarde, fv. forsætisráðherra. Þar var um að ræða pólitísk réttarhöld sem drifin voru áfram af hefndargirnd og hatri í garð pólitískra andstæðinga. Það er eina skýringin fyrir réttarhöldunum.

***

Tý fannst athyglisvert að sjá við­ brögð stjórnmálamanna við fyrrnefndum orðum forsetans um að leggja skyldi Landsdóm niður. Fréttastofa RÚV fjallaði um málið sl. þriðjudagskvöld. Þar var rætt við þrjá stjórnmálakonur sem allar eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í því að ákæra og krefjast refsingar yfir pólitískum andstæð­ingi sínum (það er aldrei gefin út ákæra nema krafist sé refsingar). Þó svo að þær Eygló Harðardóttir, Birgitta Jónsdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafi verið samstíga við upphaf hinna pólitísku réttarhalda voru þær ekki samstíga þegar spurt var að því hvort leggja ætti landsdóm niður. Í raun gat engin þeirra sagt til um hvort leggja ætti hinn pólitíska dómstól niður eða ekki, þó allar hafi þær með einum eða öðrum hætti viljað endurskoða lögin.

***

Nú er Týr sammála forsetanum um að leggja ætti Landsdóm niður. Hann verður aldrei nýttur til annars en að svala pólitískum hefndarþorsta stjórnmálamanna sem vilja ná sér niður á pólitískum andstæðingum, jafnvel eftir að þeir eru farnir frá völdum. Spyrjið bara Eygló, Birgittu og Katrínu. Þær ættu að þekkja það, þó eflaust sofi þær vel á nóttunni þótt þær hafi það á samviskunni að hafa krafist þess að fyrrverandi andstæðingur þeirra í stjórnmálum yrði settur í fangelsi.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim