*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Huginn og muninn
27. nóvember 2011 07:20

Ragnar með Wow Air

Sviptingar í auglýsingabransanum.

Ragnar Gunnarsson.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Eftir að Ragnar Gunnarsson hætti hjá Fíton var nokkur spenna á auglýsingastofunni. Menn óttuðust að hann myndi taka með sér viðskiptavini, enda sá aðili sem var í nánum tengslum við stærstu kúnnana.

Það reyndist ástæðulaus ótti hvað sem síðar verður. Ragnar hefur verið að vinna fyrir flugfélag Skúla Mogensen og félaga, WOW Air, og þykir mönnum sitt hvað um nýja nafnið.

Hins vegar hafa aðrir atburðir raskað ró eigenda Hvíta hússins, sem Íslandsbanki hefur notað fyrst og fremst við gerð auglýsinga sinna. En ekki lengur því bankinn hefur fært viðskiptin yfir til EnnEmm þar sem Hallur Baldursson og Jón Sæmundsson ráða ríkjum. 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim