*

föstudagur, 24. maí 2019
Huginn og muninn
9. apríl 2017 10:09

Risaeðla Ragnars Þórs

Nýkjörinn formaður VR vill að menn í verkalýðshreyfingunni komi saman.

Haraldur Guðjónsson

Nýkjörinn formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir í samtali við Stundina að verkalýðshreyfingin hafi legið of lengi í dvala og brugðist skjólstæðingum sínum á margvíslegan hátt.

„Þetta er vandi verkalýðshreyfingarinnar: Hún er of þrjósk, og orðin að einhverri risaeðlu. Það eru allir að reyna að taka og benda hver á annan, í staðinn fyrir að koma saman.“

Vel má vera að ákveðinn risaeðlufnykur sé af verkalýðshreyfingunni, en það er engu að síður undarlegt að Ragnar, sem hefur hafnað því að taka sæti í miðstjórn ASÍ, og hefur aðallega verið að gagnrýna forvera sinn í starfi frá því að hann var kjörinn, skuli gagnrýna kollega sína fyrir að „benda hver á annan, í staðinn fyrir að koma saman“.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim