*

föstudagur, 19. apríl 2019
Týr
20. janúar 2013 09:05

Samstaða um ósamstöðu

Furða vekur á því að meirihluti stjórnar Samstöðu vill bjóða fram í næstu kosningum en gerir það ekki.

Aðsend mynd

Týr tók eftir því í gær, miðvikudag, að sjö af níu stjórnarmönnum Samstöðu, sem er flokkur stofnaður af Lilju Móses­dóttur og fleir­um, hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörf­um og yfirgefið flokkinn. „Ástæða þess er eindreg­inn vilji Lilju Mósesdóttur að Samstaða bjóði ekki fram í næstu alþingiskosningum og að leggja skuli Samstöðu niður sem stjórnmálaflokk ásamt samstarfsörðugleikum sem komið hafa upp í kjölfarið,“ sagði í tilkynningu.

***

Það er með öðrum orðum ósamstaða innan Samstöðu! Og hefur reyndar verið frá upphafi þegar Lilju fannst veðurfréttamaðurinn Siggi stormur taka frá sér of mikla athygli með þeim afleiðingum að hann hætti. Og fleiri hafa fylgt í kjölfarið.

***

Lilja Mósesdóttir tilkynnti fyrir síðast­ liðin jól að hún myndi ekki gefa kost á sér í alþingiskosningunum í vor. Strax á eftir kom yfirlýsing frá stjórn Samstöðu (líklega þeim sem sögðu sig úr stjórninni í gær) þar sem fram kom að nú væri vinna framundan við að setja saman lista í öllum kjördæmum fyrir næstu kosningar. „Framundan er mikið verk að vinna fyrir heimilin og landsmenn og vill Samstaða gefa kjós­endum valkost í næstu Alþingiskosn­ingunum á góðu fólki sem er tilbúið í þá vinnu,“ sagði í yfirlýsingunni.

***

„Þessi aðgerð er ekki uppgjöf heldur hvatning til okkar allra sem viljum berjast áfram fyrir heimilin í landinu að fylkja liði, snúa bökum saman. Þetta er ekki barátta um framtíð flokka. Þetta er barátta um framtíð þjóðar,“ sagði svo í yfirlýsingu fyrrver­andi stjórnarmannanna í gær.

***

Týr skilur ekki eitt. Ef meirihluti stjórnar Samstöðu vildi halda áfram og bjóða fram í næstu kosningum, af hverju er það ekki gert? Þótt Lilja Mósesdóttir hafi verið einstaklingurinn á bak við stofnun flokksins var flokkurinn samt vonandi stærri en hún sjálf? Eða var það öfugt?

***

Samstaða er líklega síðasta orðið sem fólki dettur í hug þegar talað er um Lilju Mósesdóttur. Hún var kosin á þing fyrir VG, sagði sig úr flokknum og starfaði utan flokka, stofnaði Sam­stöðu sem síðan var engin samstaða um.

***

Ósamstaða hefði kannski verið betra nafn á flokkinn?

Stikkorð: Týr
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim