*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Huginn og muninn
8. mars 2019 15:48

Seðlalaus seðlabankastjóri?

Hrafnarnir sperrtu upp eyrun í þegar þeir heyrðu af því að Benedikt Jóhannesson renndi hýru augu til starfs seðlabankastjóra.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar.
Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir sperrtu upp eyrun í vikunni þegar þeir heyrðu af því að Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, renndi hýru augu til starfs seðlabankastjóra, en nýlega var auglýst eftir umsóknum um starfið. Sér í lagi í ljósi þess sem flestir muna helst eftir úr ráðherratíð hans í fjármálaráðuneytinu: Hugmyndir um að hætta alfarið notkun seðla. 

Benedikt hefur verið harður fylgismaður upptöku evru hér á landi. Þá má telja líklegt að hann óski sér helst að stór hluti starfssviðs Seðlabankans verði gerður óþarfur með inngöngu Íslands í evrópska myntbandalagið.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.