*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Huginn og muninn
1. júlí 2018 11:01

Sjómennskan er ekkert grín

Það þarf sterk bein og langlundargeð til að eiga í sjávarútvegsfyrirtæki.

Haraldur Guðjónsson

Það þarf sterk bein og langlundargeð til að eiga í sjávarútvegsfyrirtæki. Hvalveiðimaðurinn Kristján Loftsson hefur þannig verið í stríði við umhverfisverndarsinna í að minnsta kosti 40 ár, staðið í stappi við lífeyrissjóðina um stjórn HB Granda og deilt við Vilhjálm Birgisson á Akranesi undanfarið. Kristján hefur greinilega verið orðinn þreyttur á þessu og ákvað að losa sig við hlutinn í HB Granda til Guðmundar Kristjánssonar svo hann gæti alfarið helgað sig hvalveiðunum, sínu aðal áhugamáli.

Guðmundur er líka enginn nýgræðingur þegar kemur að því að tæta í sig sjávarútvegsfyrirtæki. Hann þurfti ekki nema rúman mánuð til að kljúfa stjórnina, fá fulltrúa lífeyrissjóðanna í stjórninni upp á móti sér og reka forstjórann. Deilurnar í Vinnslustöðinni, sem hafa staðið í rúman áratug, eru líka orðnar svo umfangsmiklar að hann hefur ráðið lögmann til að svara fyrir havaríið. Sjómennskan er ekkert grín.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.