*

mánudagur, 22. apríl 2019
Huginn og muninn
12. apríl 2019 10:20

Skiptastjóri í stuði

Málflutningur Sveins Andra Sveinssonar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni vakti athygli.

Sveinn Andri Sveinsson.
Haraldur Guðjónsson

Málflutningur Sveins Andra Sveinssonar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni, vakti athygli. Arion banka fór þar fram á að fá hann frá sem skiptastjóra Wow air. Sveinn Andri brosti sínu breiðasta fyrir ljósmyndara og blaðamenn á leið inn í dómsal.

Samkvæmt frétt Mbl. is benti Sveinn Andri dómara á að öll tengsl sín við stjórnendur Wow air, væru nokkrir spinningtímar með Skúla Mogensen og einstaka tími í pallaleikfimi með Helgu Hlín Hákonardóttur, sem sat í stjórn Wow air. Hann velti í kjölfarið upp hvort lögmaður Arion banka væri læs og hvort til siðs væri að setja fram hvaða vitleysu sem er í dómsal. Þá byggðist málið allt á persónulegri óvild lögmanns Arion banka gegn sér.

Ekki er annað að sjá en að skiptastjórinn hafi notið sín til fulls í kastljósi fjölmiðlanna.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim