*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Huginn og muninn
16. september 2018 10:02

Skipuleg „skattasniðganga“

Stjórnarmaður í N1 segir gagnrýnir olíukaup Landhelgisgæslunnar í Færeyjum harðlega.

Varðskipið Þór.
Haraldur Guðjónsson

Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður og stjórnarmaður í N1, varpaði fram áleitnum spurningum í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Ástæða greinarinnar var fréttaflutningur af ferð varðskipsins Þórs til Færeyja. Þór skaust sem sagt til Færeyja til að taka 600 þúsund lítra af olíu en við olíukaupin sleppur Gæslan við að greiða gjöld og skatta af olíunni.

„Þessi innkaup eru þeim mun sérstæðari að Gæslan er önnur meginlöggæslustofnun íslenska lýðveldisins ásamt lögreglunni. Að hún leyfi sér, að því er virðist með blessun ráðherra, að stunda það sem á tæknimáli yrði væntanlega nefnt „skipuleg skattasniðganga“ er einhvern veginn handan við mörk þess mögulega.“ Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, hlýtur að þurfa að svara fyrir þetta.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.