*

mánudagur, 21. janúar 2019
Huginn og muninn
8. júní 2018 19:02

Með hærri tekjur er skipið fór í strand

Mánaðarlaun Björns Inga Hrafnssonar hækkuðu um 100 þúsund krónur í fyrra en spennandi verður að sjá hve Argentína gaf.

Björn Ingi Hrafnsson hefur rekið bæði Pressuna og Argentínu steikhús.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Björn Ingi Hrafnsson er ekki á flæðiskeri staddur frekar en fyrri daginn. Á sama ári og hann sigldi Pressunni í strand jukust mánaðartekjur hans um 100 þúsund krónur milli ára og stóðu í 2,5 milljónum á mánuði árið 2017.

Ef einhvern lærdóm má draga af sögunni hlýtur Bingi að hala inn 2,6 milljónum á mánuði í ár og kemur hækkunin að sjálfsögðu til fyrir að hafa slátrað sögufræga steikhúsinu Argentínu. Hrafnarnir bíða spenntir eftir Tekjublaðinu fyrir árið 2018.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.