*

mánudagur, 20. maí 2019
Huginn og muninn
23. september 2018 10:02

Sólkonungurinn

Oft er árangursríkara að hía á valdhafana en að veitast að þeim með skömmum.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Haraldur Guðjónsson

Margir hafa undrast, jafnvel hneykslast, á kostnaðinum við fullveldishátíðina á Þingvöllum, sem skrifstofa Alþingis virtist raunar ekki hafa fyllilega á hreinu hver væri. Einkum hafa menn staldrað við tugmilljóna kostnað vegna lýsingar þar á Lögbergi helga, um hábjartan dag á miðju sumri, en sú skýring var gefin að einmitt þess vegna hefði hún þurft að vera svo mikil, til þess að yfirgnæfa sjálfa sólina.

Það segir hins vegar sitt um hvað stjórnarandstaðan er slöpp, að hún hafi ekki tætt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, sundur og saman í háði vegna þessa. Að hann hafi viljað að þjóðin sæi ekki sólina fyrir sjálfum sér, með því að nefna hann ekki annað en sólkonunginn héðan í frá, að loks hafi þingheimur eina stund verið fyllilega upplýstur af forseta, að menn verði að kunna sér hóf í fjárútlátum þó það sé fagnaðarefni að forseti hafi kveikt á perunni og svo framvegis. Því oft er það árangursríkara að hía á valdhafana en að veitast að þeim með skömmum. Hvar eru arftakar Davíðs og Össurar?  

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim