*

föstudagur, 26. apríl 2019
Týr
17. september 2015 13:01

Stjörnuvitleysa í borginni

Ekki ná allir hjálparstarfsmenn á Gasa að kría út viðskiptabann gegn Ísrael áður en þeir mæta á svæðið.

Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Blað var brotið í stjórnmálasögu Íslands þegar borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti „viðskiptabann“ á Ísrael. Mun borgin í innkaupum sínum sniðganga vörur frá Ísrael. Tillagan var lögð fram af Björk Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, og samþykkt með níu atkvæðum gegn fimm. Þetta var síðasta tillaga Bjarkar, enda er hún að hætta í pólitík og ætlar að flytja til Palestínu.

***

Það er aldeilis meðgjöf sem borgarfulltrúinn fyrrverandi fær frá sínum fyrrverandi starfssystkinum og mun Björk koma færandi hendi til Hamas-liða á Gasa. Það eru ekki allir hjálparstarfsmenn sem þangað koma sem ná að kría út viðskiptabann áður en þeir stökkva upp í flugvélina. Það að tillagan hafi verið samþykkt ber merki þess að meirihlutinn í borginni tekur hlutverk sitt ekki alvarlega. Þetta er í fyrsta skipti sem Reykjavíkurborg tekur ákvörðun sem þessa. Reykjavíkurborg tók aldrei formlega ákvörðun um að sniðganga vörur frá Þýskalandi þriðja ríkisins, Síle Pinochets eða Suður-Afríku meðan að­ skilnaðarstefnan var þar við lýði.

***

Ímyndum okkur að Björk væri á leið til Tíbets til að vinna þar að mannúðarmálum. Tíbetar telja sig margir vera fórnarlömb ólöglegs hernáms Kínastjórnar. Hefði meirihlutinn í borginni samþykkt viðskiptabann á Kína, svona sem síðasta greiðann við Björk? Hefði hann samþykkt viðskiptabann á Rússland væri Björk á leið til Úkraínu eða Georgíu? Týr efast um að svo sé. Af einhverjum ástæðum er Ísrael auðveldara skotmark, þótt Týr vilji ekki gera borgarfulltrú­ unum upp annarlegar hugsanir í garð annarra trúarbragða.

***

Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður sagði í samtali við Vísi að ályktun borgarstjórnar væri í andstöðu við stjórnarskrá. „Þetta er jafnmikið lögbrot eins og að neita viðskiptum við rauðhærða og það þýðir ekkert að skírskota til meints framferðis Ísraela. Ísland er með stjórnmálasamband við þetta ríki og það þýð­ ir ekkert fyrir borgina að halda að þeir séu með einu réttu skoðunina á flóknum málefnum Austurlanda og það réttlæti svona ákvörðun.“

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim