*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Huginn og muninn
22. september 2018 10:02

Stórt bakland?

Um 3.600 manns tóku þátt í kjarakönnun VR eða um það bil 9-10% félagsmanna.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Haraldur Guðjónsson

VR stóð nýverið fyrir könnun á meðal félagsmanna sinna, þar sem spurt var hvað þeir vildu leggja áherslu á í komandi kjaraviðræðum. Meginniðurstaðan var sú að félagsmenn vilja stytta vinnuvikuna, umbætur í húsnæðismálum og hækka laun lág- og millitekjuhópa.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sagði í samtali við RÚV að þátttakan í könnuninni sýndi hversu stórt bakland félagið hefði í komandi viðræðum. Hrafnarnir staldra aðeins við þessa staðhæfingu því fram hefur komið að um 3.600 félagsmenn tóku þátt í könnuninni. Í fyrra voru ríflega 35 þúsund félagsmenn í VR og hafði þeim þá fjölgað um ríflega 3.400 frá árinu 2016. Varlega má því áætla að í dag séu félagsmenn 36 til 38 þúsund talsins. Það þýðir að á bilinu 9 til 10% félagsmanna tóku þátt í könnuninni. Þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort það sé stórt bakland.

Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, kom inn á þetta í frétt sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins á mánudaginn. „Það er erfitt að túlka hver krafan er þegar níu af tíu taka ekki þátt í könnuninni. Mögulega eru þessi 9 af 10 sátt við sitt hlutskipti sem er um 25% kaupmáttaraukning á undanförnum árum,“ sagði Halldór Benjamín. Þó að könnunin sem hér hefur verið fjallað um hafi ekki verið birt opinberlega þá hefur VR birt launakönnun sína. Hún leiðir í ljós að heildarlaun félagsmanna voru að meðaltali 668 þúsund í janúar.

VR er ekki hreyfing láglaunafólks nema að litlu leyti. Í félaginu er til að mynda fjöldi sérfræðinga. Þetta er fólk á góðum launum. Fólk sem hefur engan áhuga á að fara í verkfall. Þetta er fólk sem tilheyrir alls ekki hinu stóra baklandi sem Ragnar Þór talaði um. Það má alveg færa sterk rök fyrir því að Ragnar Þór stýri verkalýðslausu verkalýðsfélagi.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim