*

laugardagur, 20. apríl 2019
Huginn og muninn
3. febrúar 2019 10:04

Stuðningsaðilar Miðflokksins

Fréttastofa RÚV hringdi í einstaklinga og fyrirtæki og spurði út í afstöðu þeirra til flokksins.

Haraldur Guðjónsson

Eðli málsins samkvæmt sýna fjölmiðlar klaustursmálinu svokallaða nokkuð mikinn áhuga. Sumir þó meira en aðrir. Á dögunum hringdi fréttastofa Ríkissjónvarpsins í helstu aðila sem veittu Miðflokknum fjárhagsstuðning fyrir síðustu kosningar, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Spurt var hvort þeir hygðust áfram styðja flokkinn.

Hrafnarnir heyra að langflestir hafi svarað spurningunni játandi, sem kann að útskýra það af hverju fréttin af niðurstöðu þessar könnunar ríkisfjölmiðilsins hefur aldrei verið sögð. Þó að mikið hafi gengið á í pólitíkinni í gegnum tíðina muna Hrafnarnir ekki eftir því að svona könnun hafi verið framkvæmd áður – og þó muna þeir margt. Nú er bara að bíða og sjá hvort fjárhagslegir stuðningsmenn Samfylkingarinnar megi eiga von á samskonar símtali frá ríkisfréttastofunni áður en Ágúst Ólafur Ágústsson snýr til baka á þing.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim