*

laugardagur, 26. maí 2018
Trausti Hafliðason
15. júní 2017 13:05

Sveinn Andri á villigötum

Ritstjórn gerir athugasemdir við gagnrýni á blaðið Áhrifakonur sem fylgdi Viðskiptablaðinu í morgun.

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson tjáir sig um blaðið Áhrifakonur á Facebook og hefur DV skrifað frétt upp úr þeirri færslu. Sérblaðið, sem hann gagnrýnir, fylgdi Viðskiptablaðinu í morgun.

Í grófum dráttum vill Sveinn Andri meina að það sé úrelt og þreytt að gefa út blað af þessu tagi. Ritstjórn Viðskiptablaðsins er augljóslega ekki sammála. Ef svo væri þá væri óþarfi að vera með lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns í stjórnum skráðra félaga skuli vera að minnsta kosti 40%. Enn fremur hefði verið óþarfi að samþykkja lög um jafnlaunavottun eins og gert var á Alþingi fyrir nokkrum vikum. Aftur á móti vonast vonandi flestir til þess að svona blað verði úrelt eftir nokkur ár. Staðan er aftur á móti ekki sú í dag.

Á Facebook segir Sveinn Andri að svona blöð séu „downgrading" fyrir konur. Svarið við þeirri  fullyrðingu er einfalt. Ef þetta væri niðurlægjandi fyrir konur þá væri enginn viðmælandi í blaðinu. Vonandi varpar blaðið ljósi á það góða starf sem margar athafnakonur eru að vinna í dag.

Í blaðinu Áhrifakonur má finna:

 • Viðtal við Katrínu Pétursdóttur, forstjóra Lýsis.
 • Umfjöllun um þær konur sem eru taldar eru áhrifamestar nú að mati Viðskiptablaðsins og álitsgjafa þess.
 • Viðtal við Ernu Gísladóttur, forstjóra BL og stjórnarformann Sjóvár.
 • Umfjöllun um könnun sem Gallup gerði fyrir blaðið, þar sem meðal annars er spurt út í viðhorf fólks til jafnlaunavottunar.
 • Viðtal við Hildi Sigurðardóttur og Ólöfu Birnu Garðarsdóttur, sem stofnuðu hönnunarstofuna Reykjavík Letterpress árið 2010.
 • Viðtal við Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
 • Viðtal við Lilju Björk Einarsdóttur, sem ráðinn var bankastjóri Landsbankans fyrir nokkrum mánuðum.
 • Viðtal við Þórunni Reynisdóttur, forstjóra Ferðaskrifstofu Íslands.
 • Viðtal við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.
 • Umfjöllun um allar konur sem sitja í stjórnum skráðra fyrirtækja.
 • Viðtal við Dr. Guðrúnu Marteinsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, sem þróað hefur húðvörur undir merkinu Taramar.
 • Viðtal við Árnýju Elíasdóttur, sem er einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Attentus.
 • Viðtal við Helgu Ólafsdóttur, eiganda hönnunarfyrirtækisins iglo+indi.
 • Umfjöllun, í máli og myndun, af ferð Vilborgar Örnu Gissurardóttur á topp Mount Everest.
 • Umfjöllun um áhrifamestu konur í heimi.
 • Viðtal við Áslaugu Björgvinsdóttur, meðeiganda hjá LOGOS lögmannsstofu.
 • Viðtal við Katrínu S. Óladóttur, forstjóra Hagvangs.
 • Viðtal við Vigdísi Jóhannsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra og einn af eigendum auglýsingastofunnar Pipar/TBWA.
 • Viðtal við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, forstjóra Grey Line.
 • Umfjöllun um stöðu kvenna á Alþingi.
 • Viðtal við Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra ÍSAM.
 • Viðtal við Ásu Brynjólfsdóttur lyfjafræðing, sem í tæpan aldarfjórðung hefur unnið hjá Bláa lóninu.
 • Umfjöllun um kvennalandsliðið í knattspyrnu.
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.