*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Davíð Þorláksson
12. janúar 2017 17:15

Það sem gleymdist

Davíð Þorláksson vekur máls á nokkrum atriðum sem honum finnst vanta í málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar.

Haraldur Guðjónsson

Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar gefur fullt tilefni til bjartsýni. Ekki er annað að sjá en að við getum átt von á frjálslyndri stjórn sem vilji öflugt atvinnulíf og mikla velferð allra, enda leiðir hið síðarnefnda óhjákvæmilega af hinu fyrrnefnda. Ég vil þó vekja máls á nokkrum atriðum sem mér finnst vanta og vil hvetja þingmenn til að huga að á komandi kjörtímabili.

Fyrst ber að nefna að staða ríkissjóðs er gríðarlega sterk um þessar mundir. Það er fullt tilefni og svigrúm til þess að láta fólk og fyrirtæki njóta góðs af þessu með skattalækkunum. Tryggingagjald verður lækkað samkvæmt samningnum, en það má gjarnan lækka tekjuskatt einstaklinga og fella út efra þrepið, svo eitthvað sé nefnt.

Í öðru lagi er ríkið miklu umfangsmeira í atvinnurekstri hér heldur en í flestum öðrum iðnvæddum ríkjum. Með því er áhætta lögð á skattgreiðendur og samkeppnisstaða skert. Stíga þarf stærri og hraðari skref til að koma bönkum og öðrum ríkisfyrirtækjum úr ríkiseigu. Augljós gagnsæ og réttlát leið til þess er að skrá fyrirtækin í Kauphöllina og afhenda öllum landsmönnum hverjum sinn hlut í þeim.

Að lokum vil ég nefna að það þarf að breyta þeirri tímaskekkju sem felst í því að Ísland er eitt fárra landa sem treysta þegnum sínum ekki til þess að kaupa áfengi í matvörubúðum og til þess að búa við frjálsa samkeppni leigubílstjóra. Þeir sem dvalið hafa erlendis vita hvað svona hlutir, sem kunna að hljóma léttvægir, geta einfaldað líf manna svo ekki sé talað um jákvæð áhrif sem slíkt hefur á ferðaþjónustuna.

Á heildina litið er stjórnarsáttmálinn mjög góður en vonandi er þetta ekki tæmandi listi yfir þau mál sem verða kláruð á næstu fjórum árum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim