*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Týr
4. júlí 2016 17:55

Þegar fólkið kaus vitlaust

Allt tal um auknar þjóðaratkvæðagreiðslur er innantómt hjal, því hvorki eru tækifærin nýtt né kjósendum treyst.

Haraldur Guðjónsson

Það er forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi fyrr í þessum mánuði, hvar meirihluti kjósenda kaus með útgöngu úr Evrópusambandinu (ESB). Frá því að atkvæði voru talin er ljóst að meirihluti breskra kjósenda komst að rangri niðurstöðu.

                                                     * * *

Og af hverju rangri niðurstöðu? Jú, af því að álitsgjafar, fjölmiðlamenn, stjórnmálamenn og talsmenn hagsmunasamtaka segja það.

                                                     * * *

Árni Páll Árnason, fv. formaður Samfylkingarinnar, er einn þessara aðila. „Lýðræði snýst ekki um að ná einu sinni meira en helmingi kjósenda, á óljósum forsendum,“ segir Árni Páll á Facebook síðu sinni og bætir við; „Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið nauðsynlegar stundum, en þær brjóta niður þetta net lýðræðisins sem við höfum byggt upp í Vestur-Evrópu, þar sem fjölbreyttir hagsmunir vegast á og fólk ræðir sig að niðurstöðu. Þær kljúfa ríki og þjóðir og brjóta niður samfélagslega samheldni.“

Og áfram heldur Árni Páll: „Boris Johnson og Trump eru báðir dæmi um auðmenn sem gera út á óánægju ófaglærðs fólks, sem upplifir ógn af alþjóðavæðingu.“

                                                     * * *

Þetta eru nokkuð áhugaverð ummæli en nokkuð týpísk frá stjórnmálaelítunni. Kjósendur eru bara ekki nógu klárir, í það minnsta ekki jafn klárir og stjórnmálamennirnir og hinir álitsgjafarnir. Árna Páli til varnar þá er hann ekki einn um að tala af svo miklum hroka til hins almenna kjósenda.

                                                     * * *

Þetta er ekki síður áhugavert í ljósi þess að vinstri flokkarnir hér á landi hafa á síðustu árum ítrekað talað um mikilvægi þess að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum. Þeir fengu að vísu tækifæri til þess á síðasta kjörtímabili, ekki bara einu sinni heldur þrisvar, en kusu frekar að treysta ekki kjósendum.

                                                     * * *

Allt tal um auknar þjóðaratkvæðagreiðslur er innantómt hjal. Þegar tækifæri gefast eru þau ekki nýtt og þegar niðurstaðan er ekki samkvæmt vilja elítunnar er ekkert að marka niðurstöðuna því kjósendur eru fávís lýður sem hlustar ekki á rök, í það minnsta ekki réttu rökin

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim